23.7.2010 | 11:48
Vanhæfir dómarar í héraðsdómi
Það eru allt of mikil fjölskyldutengsl hjá þessum dómurum. Ég er á því að héraðsdómarar skili bara þeirri niðurstöðu sem stjórnvöld biðja um. Ætli hæstiréttur fari sömu leið ???
Hvað segir þetta um lögmenn landsins.
Samningsvextir standa ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjölskyldutengsl? Vegna þess að eiginmaður dómarans... leigir skrifstofu af fyrirtækinu sem einn lögmaðurinn vinnur hjá?
Já Guð minn almáttugur, spillingin er vissulega ólýsanleg. Gott ef þetta eru ekki bara landráð af sama skala og það að selja kanadískum fyrirtækjum frekar en sænskum.
Páll Jónsson, 23.7.2010 kl. 11:56
Páll: Þetta er allt of vægt til orða tekið hjá þér. Hið rétta er að eiginmaður dómarans starfar með verjandanum í málinu, og það á fleiri en eina vegu!
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2010 kl. 17:29
Starfar með verjandanum? Á hvaða hátt? Eftir því sem ég best veit þá hefur eiginmaður dómarans verið einyrki frá því hann byrjaði í hefðbundinni lögmennsku. Ekki sé ég af hverju sú staðreynd að hann leigir skrifstofu hjá lögfræðistofunni þar sem verjandinn vinnur (ef ég er að skilja þetta rétt) ætti að gera eiginkonu hans vanhæfa sem dómara.
Páll Jónsson, 25.7.2010 kl. 17:45
Ég er ekki að taka neina afstöðu til þess hversu fagleg (eða ekki) vinnubrögð dómarans voru í þessu tiltekna máli. Aðeins að benda á staðreyndir, hvort einhverjum finnst þær óþægilegar er ekki mitt mál.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2010 kl. 09:35
Ég er ekki enn búinn að koma auga á þær staðreyndir sem þú heldur fram að þú sért að benda á. Þær staðreyndir sem ég kannast við gefa ekki ástæðu til að nokkrum ætti að líða óþægilega, ef þú hefur meiri upplýsingar þá væri vel þegið að fá þær.
Páll Jónsson, 26.7.2010 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.