30.8.2010 | 12:50
Hvaða máli skiptir einn veitingastaður ?
Ef að lífskjör almennings batna til muna við að ganga í Evrópusambandið. Sem á síðan eftir að koma í ljós, þegar búið er að vega og meta kosti þess. Er þetta virkilega forsíðufrétt ?
Þremur Frökkum yrði lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er líka bara ekki viss um þetta sé satt. Getur veitingastaðurinn ekki t.d. selt fisk......
Egill (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:55
Aðalefnið í fréttinni er nú andstaða hvalveiðisinna við aðild, þó svo fyrirsögning og fyrsta málsgrein séu um Þrjá frakka.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:58
Þetta er nátturulega ekkeert frétt. Þetta er grímulaus áróður gegn Evrópusambandinu.
Brynjar Jóhannsson, 30.8.2010 kl. 13:00
Það ætti einhver að segja ritstjóra Moggans það.
ISG (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 13:05
Það er nú barnaskapur að halda að "lífskjör batni til muna" ... Kjör sumra munu væntanlega batna, kjör annarra versna, en ætli meðaltalið kæmi ekki ósköp áþekkt út og áður.
Púkinn, 30.8.2010 kl. 13:14
Það er ólíklegt að lífskjör komi svipað út, mjög mikill varanlegur kostnaður tengist aðild að Evrópusambandinu. Ekkert kemur á móti, allra síst ein raunvaxtaprósenta sem þýðir minna streymi á fé frá skuldurum til lífeyrissjóða (og hækkun á húsnæðisverði ef vextir lækka).
Þórður Pálsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 13:27
Já lífskjör munu batna ef við förum í ESB eins og í Grikklandi
Arnar (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 13:42
Arnar, alltaf merkilegt þegar menn taka upp versta dæmið eins og Grikkland, ef Grikkland hefði ekki verið í ESB væru þeir í mun verri málum í dag. Hvernig væri að líta á t.d. Danmörku sem er er okkur mikið nær á öllum sviðum, menn eins og þú horfa ekki á það. Einnig gleymir þú hversu ömmuleg lífskjör eru á íslandi, þau eru með þeim verstu í vestrænum heimi!
Hanni (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 14:25
Írland,Grikkland,Portúgal,Spánn.
Hanni Danmörk borgar með þeim hæstu skatta í heiminum.
Grikkland falsaði bókahaldið sitt.
Arnar (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 14:37
Lífskjör á Íslandi eru með þeim bestu í heiminum. Hvaða endalausa bölsýni er þetta alltaf? Við höfum það bara afar gott hérna.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 14:49
Já danir, norðmenn og íslendingar borga með þeim hæstu skatta í heiminum. Það sem ég er bara að benda á að ESB hefur ekkert með hrunið að gera. Hinsvegar hefði það orðið mildara hefðum við verið með evru, t.d. hefði ekki allt tvöfaldast í verði og kaupmáttur rýrnað. Einnig væri fólk ekki að drukkna í vöxtum og verðbótum af lánum. ESB snýst fyrst og fremst um samstarf, en íslendingar horfa á það sem ógn því þeir halda að þeir séu bestir í heimi og með bestu landbúnaðarvöru í heimi sem er partur af heilaþvotti sem hefur verið við líði á íslandi í gegnum árin.
Hanni (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 15:06
Heyr heyr Hanni. Sammála með heilaþvottinn.
Norðanmaður, 3.9.2010 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.