19.5.2007 | 23:25
Vestfirðir vs Norðurland
Hvað er málið með vestfirði? Mér finnst menn þar bara ekki standa sig nógu vel í samkeppnisatvinnugrein eins og sjávarútvegur er í dag. Af hverju eru sjávarútvegsfyrirtæki á norðulandi að stækka og stækka og auka umsvif sín? Ekki Er Samherji t.d að fá einhverjar kvótagjafir eins og fyrirtæki á vestfjörðum eru að fá undanfarin misserri?
Það er t.d gott dæmi um það að rækjuvinnslan Miðfell er að fá aftur og aftur styrkk frá Byggðastofnun, meðan aðrar rækjuvinnslur sitja ekki við sama borð. Þetta á ekki að gerast í dag,árið 2007. Aðrar rækjuvinnslur víða um land sitja því ekki við sama borð. Þarna er ríkisstjórnin að niðurgreiða verð á rækjuafurðum til Bretlands, vegna þess að ein rækjuvinnsla getur ekki staðist hinum snúning og keppt við á jafnræðisgrundvelli.
Af hverju eiga vestfirðingar að fá alltaf hjálp frá Byggðastofnun, sí og æ.
Staða starfsfólks Kambs mjög alvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er engin rækjuverksmiðja í blóma. Rækjuiðnaðurinn á verulega undir högg að sækja frá Kanada og Grænlandi sem eru með 100 þús tonna kvóta hvor þjóð fyrir sig.
Þú bara veist ekki betur. Rækjuiðnaður á Íslandi á undir högg að sækja. Ég hef sjálfur tölur sem sýna að það er enn verulegt tap á rækjuvinnslu á Íslandi. Hráefnisverð er gríðarlega hátt um þessar mundir, og afurðaverð lágt = TAP Á VINNSLUNNI.
Norðanmaður, 20.5.2007 kl. 00:14
Ef þú Runólfur heldur því fram að Samherjamenn hafi fengið gjafakvóta, þá getum við það sama sagt um aðrar útgerðir á Íslandi.
Samherjamenn eru bara betri en aðrir með að spila úr sínum spilum.
Norðanmaður, 20.5.2007 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.