15.6.2007 | 10:48
Það þýðir lítið bara að koma með yfirlýsingar
Það verða að fylgja einhverjar aðgerðir og líka viðhorfsbreyting hjá öllum félagsmönnum, bæði Snigla ogn annara. Þetta er DAUÐANS alvara.
Sniglarnir fordæma háskaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þurfa líka að verða hugarfarsbreytingar hjá ökumönnum bifreiða. Ég var fyrir nokkrum vikum að keyra norður og keyrði á 90 (ótrúlegt að maður hafi verið löglegur). Það var ekki nokkur maður sem hékk fyrir aftan mig lengur en 5 mín. Þetta er orðið þannig að nánast enginn virðir lengur hámarkshraða, hvort sem um er að ræða bifreið eða mótorhjól.
Andri Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 11:40
Hvaða aðgerða viltu að verði gripið til? Opinberra hýðinga í Íngólftorgi?
Það er reyndar rétt hjá þér að það þarf viðhofsbreytingu hjá mörgum (þó ekki öllum) jafnt mótorhjólamönnum sem og öðrum.
Ofsaakstur er DAUÐANS alvara óháð því á hvernig ökutæki menn eru.
neddi (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 11:48
það er rétt að það þarf að breyta hlutunum en þo aðallega múgæsingnum sem er orðinn í garð vélhjólamanna ,það eru allir að hrópa á torgum til að þeir geti sagt ef slys verður ,, ég var búinn að segja þetta"
beggi (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 11:55
Þýðir ekki að koma með yfirlýsingar.....bíddu við hvað vill Norðanmaður þessi að þeir geri, eigum við ekki að reikna með að þeir sem koma með yfirlýsinguna keyri eins og þeir eiga að gera? Ég verð nú miklu meira var við hraðakstur bifreiða en hjóla, bæði fyrir sunnan og norðan og þrátt fyrir allar yfirlýsingar og slys á bílum...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.6.2007 kl. 11:59
Ekki skil ég hvað félagasamtök eigi að gera meira? Ekki bera þau ábyrgð á þessum akstri, frekar en FÍB á háskaakstri bifreiða. Það eru einnig nánast allar líkur á að þetta hefði ekki gerst ef lögreglan hefði ekki sett upp vegartálma, heldur frekar náð númerum þessa aðila.
Árni B. Halldórsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:10
Þessi félagasamtök eru ekkert nema bara hræsni!!! Fordæma ofsaakstur meðan þeir stunda hann sjálfir! Og auðvitað var ökufanturinn látinn fara úr stjórn sniglanna þar sem þetta lítur svo illa út fyrir þá. Held samt að þetta skipti þá engu máli.
kristinn (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:32
kristinn, ég held að þú hafir bara ekki hugmynd um hvað þú ert að segja.
En það skiptir þig sjálfsagt engu máli. Það er mun auðveldara að vera með sleggjudóma.
neddi (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:39
Langar nú bara að benda Norðanmanni á, að umræddur ökuníðingur sagði af sér snemma í vor, og hafði það ekkert með ökulag hans að gera. Fáir ef nokkrir Sniglar vissu af fyrra brotinu, enda er alveg ljóst að hann hefði ekki verið kosinn í stjórn, ef þetta brot hefði verið á vitorði allra. Heyrði aðstoðaryfirlögregluþjón Akureyrar vara við því að dæma alla gesti Bílahátíðar á Akureyri af nokkrum svörtum sauðum, athyglisvert að þjóðin skuli dæma ALLA bifhjólamenn af háttalagi nokkurra. Það eru vel yfir 6000 - það eru sex þúsund- bifhjól í landinu, og mun fleiri bifhjólamenn, flest okkar keyra eins og fólk, og erum dugleg að benda félögum okkar á þegar þeir keyra eins og asnar.
Berglind Nanna Ólínudóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:58
Það verður því miður að gera bæði ökuleyfi og tæki upptæk þegar menn stunda svonalagað innan um almenning. Látum það vera ef menn eru bara að leggja sjálfa sig í hættu en að láta svona innan um almenning? Þetta fólk hlýtur að vera þroskaheft og óhæft til að bera ábyrgð á ökutæki.
Ef ég labba um með byssuna innan um almenning þá er sérsveit lögreglunnar búin að umkringja mig fljótlega. Þetta er ekkert öðruvísi, nema að vélhjólið, eða bíllinn er hættulegri, hann drepur örugglega það sem verður fyrir honum.
Árni, það er ekki hægt að bara taka niður númerin á hjólunum, þeir eru oft með númerið undir sætinu, númerslausir...
Að kenna lögreglunni um slys vegna ofsaaksturs er heimska, það er ökumaðurinn sem stjórnar hraðanum, ekki lögreglan sem við erum með í vinnu til að fá þroskahefta til að hægja á sér til að þeir lendi ekki í slysi, og slasi eða jafnvel drepi aðra.
bb (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 13:16
Ég veit alveg að í þessum dæmum er mjög lítill minnihluti að eyðileggja orðspor meirihlutans sem fer að settum lögum og reglum.
Ég er bara að tala um að FIB og Sniglarnir og önnur félagasamtök þurfa að taka höndum saman ef ekki á að fara illa í sumar. Ég er alls ekki að setja út á mótorhjólamenn sérstaklega, þeir eru ekkert verri en ökumenn bifreiða, síður en svo.
Fréttaflutningur hefur samt verið þannig að það er eins og það séu BARA mótorhjólamenn sem eru að keyra hratt, og kannski er það vegna þess að þeir fara ofurhratt, en samt sem áður eru það ökumenn bifreiða sem eru ábyrgðalausir, og miklu meira en t.d. Sniglar. Ég keyri t.d. til Reykjavíkur, og er með þrjá litla Demanta í bílnum, ég keyri á 90-100 km/klst, og ég er farin að líta á mig sem síðustu Risaeðluna á Íslandi, því miður. Fjölskyldufólk á Íslandi virðist keyra á 120-140 km/klst. í dag.
Norðanmaður, 15.6.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.