29.6.2007 | 00:11
Þolinmæði,meðan menn deyja í Írak
Hvað ætlar þessi "Forseti" að senda marga unga hermenn í opin dauðann í Írak. Hvenær er nóg komið??? Ég bara spyr. Eru þeir ennþá að leita að þessum efnavopnum sem áttu að vera í vopnabúri Íraka.
Bush biður Bandaríkjamenn um þolinmæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er betra eiginlega ?
Leyfa einhverjum Öfgatrúarleiðtoga að taka sér stjórn í ríkinu og búa þar til hryðjuverkastjórn sem mun byggja upp kjarnorkuvopn eða eiturefnavopn..
Er alveg búinn að fá nóg af því að fólk heldur að það sé ekkert mál að fara þarna inn í mánuð og fara svo bara því að fólk getur alveg reddað þessu þarna úti..
Í Írak er borgarstyrjöld sem þarf að stöðva.
Ég var ekki sammála Íraksstríðinu og er ekki ennþá sammála því að Bandaríkin réðust á Írak enda var það bara tóm þvæla en fólk þarf að líta fram hjá því og hætta að segja að þeir áttu aldrei að ráðast á landið, málið er bara að þeir gerðu það og núna á þetta fólk þarna það inni hjá okkur að við reynum að stöðva þær blóðsúthellingar sem eiga sér stað.
Fyrst að laga landið til og hjálpa fólkinu og svo finna sökudólginn að þessari vitleysu (Bandaríska ríkisstjórnin) og refsa þeim.
Nesi (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 01:28
Ég var nú ekki alveg að ná þræðinum hjá síðasta ræðumanni... en að mínu mati þurfa Bandaríkjamenn að týna upp ruslið eftir sig.
Ekki gleyma því að það eru ekki bara blóð bandarískra hermanna sem flæðir, blóð þeirra er í miklum minnihluta í því blóðbaði sem flæðir í Írak. Stríðið gegn Hryðjuverkum er orðið langtum dýrara í mannslífum talið en nokkur hryðjuverk. Nú verða menn bara að sýna ábyrgð og laga til eftir sig, þeir mega ekki hopa núna! Ef þeir myndu gera það til að þyrma lífi sinna eigin hermanna yrði það mesta hræsni sögunnar.
Aðalheiður Ámundadóttir, 4.7.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.