Er Björgólfur svona barnalegur, eða hvað?

Á almenningur virkilega að trúa því að allt sé Dabba að kenna, ekki þessum vitleysingum sem skilja þjóðina eftir í rúst, og í þvílíka skuldafeninu að annað eins þekkist ekki??

 

 Því kemur þú ekki með milljarðana sem þú átt í útlöndum heim til Íslands??? og tekur þátt í því að laga það sem þú og fleiri jakkafataguttar eru búnir að næstum eyðileggja.  Margar fjölskyldur eru búnar að tapa öllu sínu sparifé, og ég veit ekki hvað og hvað ! ! !

 

 Orð eru fátækleg og ekki mikils virði, láttu verkin frekar tala.


mbl.is Björgólfur segist standa við ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri kallinn.......

David (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 04:55

2 identicon

Björgúlfur Thor sagði að árið 2006 hafi verið að lokast fyrir lánalínur hjá Ísl-bönkunum og þá var farið að stað með þessa umræddu reikninga í Bretlandi og víða. Svo gerist það sem allir þekkja, Bretar og hinir fara að taka út sína peninga af sökum ótta að missa sitt, nú til að mæta þessum úttektum þá er óskað eftir 200m punda tryggingu hjá SÍ sem áttu að fara í þetta  ... og hvað svo? annað lán? það liggur alveg fyrir að þessi "lánalína" væri að lokast líka svo það eru tómar hirzlur úti jafnt og hérna heima. Eins gat enginn lagt saman 2+2 2006? nei  ... þeir fengu mikið hrós fyrir þessa snild og sjaldan eða aldrei verið skráðir jafn hátt hjá matsfyrirtækjum. Til að toppa þetta rugl þá segir yfirmaður bankamála á Íslandi 5. ágúst sl að það væri allt í himalagi!!! á þessi maður ekki að vera með puttann á púlsinum?

Jói (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband