Olíufélögin verða að ná tilbaka fyrir samráðssektinni

Það er ótrúlegt að þau komist upp með þetta.  Án þess að stjórnvöld geri neitt í málinu.  Það er svo sem ekki við miklu að búast frá stjórnvöldum, allavega ekki þessum mönnum sem stjórna í dag.
mbl.is Bensínið ætti að vera ódýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega ekki stjórnvöldum að kenna og við verðum að horfast í augu við það að svo lengi sem olíufélögin geta þetta þá reyna þau að græða sem mest.

Vandamálið liggur fyrst og fremst í íslenskum neytendum en það er alveg ljóst að íslendingar eru mjög lélegir neytendur. Neytendasamtökin hafa verið að birta samanburði á verði á tannburstum á meðan verð á olíu er upp úr öllu valdi og bankastarfsemi fór fram með þeim hætti sem við þekkjum. Íslendindingar eru því miður þannig að þeir ganga inn í verslun til að kaupa mjólk, taka eftir því að mjólkin er rándýr, muldra eitthvað neikvætt um mjólkina... og enda svo á að kaupa hana. Við látum gjörsamlega bjóða okkur hvað sem er og það er engum öðrum að kenna heldur en okkur sjálfum.

Fyrir stutt gekk tölvupóstur manna á milli þar sem einhver snillingur hafði hannað áætlun með því markmiði að ná niður olíuverði. Aðgerðir fólust í því að sniðganga stærstu olíufélögin og versla aðeins olíu frá öðrum félögum heldur en Esso eða Shell. Þetta myndi eflaust leiða til þess að stærri olíufélögin neyddust til að lækka verð og þar með mundi skapast sterkara samkeppnisumhverfi milli olíufélaganna.

Sjálfur versla ég nánast aldrei við Esso eða Shell og ég er búinn að draga töluvert úr notkun bílsins, ekki vegna þess að ég á ekki efni á því að keyra heldur fyrst og fremst vegna þess að ég vil eiga hlutdeild í því að leiða til aukinnar samkeppni. Hvernig væri ef fleyri tækju upp á þessu, drægju úr notkun bílsins og versluðu við minnstu olíufélögin?

Hér geta stjórnvöld ekki gripið inn í án þess að stangast á við kapitalismann og frelsi á mörkuðum. Neytendur eru hér þeir einu sem geta með góðu móti haft áhrif.

Axel (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband