Hvað með aðrar rækjuverksmiðjur? Alltaf dælir byggðastofnun peningum í Miðfell

Svona lagað skekkir samkeppnisstöðu rækjuvinnslu í landinu. Miðfell virðist vera með frjálsan aðgang að fjármagni frá byggðastofnun. Þeir eru búnir að eiga töluverðan þátt í því undanfarið að niðurgreiða rækjuverð til neytenda í Bretlandi.

 

Þarna er verið að mismuna fyrirtækjum í rækjuiðnaði á Íslandi. Mjög vanhugsað hjá Byggðastofnun


mbl.is Byggðastofnun meðal hluthafa í rækjuvinnslu á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamar

Þetta eru nú skrítnar staðhæfingar.   Viltu rökstyðja fyrir mig hvernig þú færð það út að Miðfell hafi átt töluverðan þátt í því undanfarið að niðurgreiða rækjuverð til neytenda í Bretlandi?   Hvernig rökstyður þú líka hvernig það sé verið að mismuna fyrirtækjum í rækjuiðnaði á Íslandi?  Kannski með því að auka samkeppnina?  Við vitum að eins dauði er annars brauð og örugglega hafa einhverjir rækjuaðilar hoppað hæð sína þegar Miðfell hætti rekstri síðasta sumar.  Minni samkeppni - því betra, eða hvað? 

Vil líka benda þér á þá staðreynd málsins að Miðfell er ekki til lengur og það eru nýir aðilar, ótengdir eldri eigendum sem eru að kaupa þrotabú Miðfells til að hefja þar rekstur.  Mér vitanlega þá sóttu þeir bara um fyrirgreiðslu til Byggðastofnunar eins og allir geta gert.  Líka þú. 

Hamar, 3.10.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Norðanmaður

Ef fyriræki gengur ekki á frjálsum markaði, þá á hið opinbera ekki að styrkja né gefa peninga í það.  Hvað þá að gerast hluthafi.

Norðanmaður, 12.10.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband